Mín hugmynd er að endurbæta/uppfæra einn af leikvöllunum í Ásahverfi svipað og nýi leikvöllurinn við Smáraflöt eða við Ásbúð. Flestir leikvellir í Ásahverfi eru komnir til ára sinna og það væri gaman að bæta við t.d kastala, rennibraut eða trampólíni eða álíka leiktækjum sem henta yngri börnum.
Sammála, væri gaman að fá rennibraut fyrir yngstu börnin í hverfið.
Leiktæki á leikvöllum í Ásahverfi henta mörg hver ekki yngri börnum. Það er t.d. bara ein rennibraut í hverfinu og sú rennibraut er með hræðilegum stiga sem yngri börn eiga erfitt með að komast upp.
Já löngu kominn tími til að fá almennilegan leikvöll i hverfið
Mikið væri það gaman að fá skemmtilegri leikvöll þarna☺️
Sammála þessu, væri gaman að sjá leiktæki sem henta yngri börnum.
100% sammála!
Það er mikil þörf á þessu á þessu svæði og sérstaklega þar sem allir leikskólar í Ása/Sjálandshverfi eru einkareknir og leikskólalóðir því læstar um helgar og nýtast ekki íbúum.
Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation