Betri tenging á milli holtahverfis og tunguhverfis

Betri tenging á milli holtahverfis og tunguhverfis

Þörf er á mun betri tengingu á milli hverfanna sem felur ekki í sér þungar umferðargötur. T.d. göng undir veg þar sem börn geta farið um svo til áhyggjulaus.

Points

Stórhættulegt er fyrir börn og/eða fjölskyldur að komast yfir hraðbrautina fyrir neðan vegagerðina til að fara frá einum göngustígnum yfir á hinn. Það þarf tengingu þarna á milli fljótt.

Eins og staðan er tengingin á milli hverfa og göngustíga eftir aðalvegi þar sem hámarkshraði er 90 km og engin vegöxl er til þess að fara eftir. Þar af leiðandi þarf fólk að íta á undan sér barnavögnum eða hjóla eftir veginum sjálfum þar sem umferð er allt of hröð fyrir gangandi/hjólandi vegfarendur. Þetta er því sérlega mikilvægt verk sem þarf að koma í lag sem fyrst.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information