Fjaran við Fjarðarstræti á Ísafirði

Fjaran við Fjarðarstræti á Ísafirði

Gera þægilegt aðgengi að fjörunni, t.d. stiga eða "brekku" niður í fjöruna frá grjótgarðinum sem er við hana.

Points

Frá eldhúsglugganum sé ég að fjölmargir nýta sér fjöruna enda er fátt skemmtilegra en að ganga um og leika sér í sandfjöru. Fleiri myndu gera það ef aðgengi væri þægilegra.

Fallegasta svæðið á Ísafirði, sem ber að vernda. Já það mætti bæta aðgengi að fjörunni enda tilverubætandi að rölta þar um. Fjaran, og stígurinn ofan við hana, er mikið notuð og saman myndar þetta frábært útivistarsvæði.

Fjaran og stígurinn ofan við fjöruna er fallegt og vinsælt útivistarsvæði. Gömul stiga niður í fjöruna (vestan megin) er í lagi - væri frábært að fá eitthvað svipað a austan megin lika.

Þessi fjara er heill töfraheimur fyrir fjölskyldur. Það er þakklátt að geta farið í fjöruferð á Ísafirði án þess að nota bíl. Þar má finna krabba, marglyttur, ólíkar þangtegundir, slípaða steina og rusl sem allt nýtist við innihaldsrík samtöl við börnin um náttúruna og virði hennar. Í sandinn má skrifa og úr honum byggja mannvirki sem aldan skolar burt. Þarna er aðgrunnt svo það er hægt að vaða. Svo sem flestir geti notið þessara ævintýra og annarra má gjarnan bæta aðgengi í fjöruna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information