Í Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarrfjarðar er kaflinn Samgöngur og skipulag. Þar er stefnt að því að auka hlut gangandi, hjólandi og notenda almenningssamgangna og tekið verði mið af því við gerð aðalskipulags. Á sama tíma eru þar taldar upp áherslur en þar finnst mér vanta áherslur tengdar almenningssamgöngum. Tillaga mín er að þetta mál fái meira vægi í umhverfis- og auðlindastefnunni.
Mörg hverfi innan Hafnarfjarðar eru illa tengd þegar kemur að almenningssamgöngum innan bæjarins. Þar að auki er Hafnarfjörður í heild illa tengdur við austurhluta höfuðborgarsvæðisins.
Strætókerfið innan Hafnarfjarðar er ógagnlegt og óþarflega tímafrekt. Mörg hverfi ekki almennilega tengd og það væri auðleysanlegt með fleiri vögnum sem keyra örar og færu ekki sama hringinn, það er allt í góðu að það stoppi fleiri en einn vagn á sömu stoppistöð. Minni vagnar sem keyrðu inní hverfin og tengdu þannig fólk betur við aðaleiðirnar. Má t.d. nefna að það er enginn strætó sem keyrir inní iðnaðarhverfið á Völlunum og það er val Hafnarfjarðarbæjar að bæta úr því.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation